Það tók Michael Thomassen 15 mínútur að landa 1,2 metra löngum laxi á síðasta degi laxveiða í ánni Storå í Danmörku í dag. Þetta var um leið stærsti lax sem veiðst hefur þar í landi á þessu ári.

Veiðimaðurinn myndaði allan atganginn með myndavél sem fest var á bringu hans. Afraksturinn má  sjá á myndbandi á þessari síðu .

Metlaxveiðiár var í fyrrnefndri á þar sem 530 laxar veiddust. Thomassen náði ekki að vigta fiskinn áður en honum var sleppt. Talið er að hann hafi vegið nálægt 15 kg. Hann er því talsvert minni en stærsti lax sem veiðst hefur í Storeå sem vóg ein 22 kg og veiddist fyrir um 60 árum.