Mat á magni neðri stofns úthafskarfakarfa er áætlað um 400 þúsund tonn sem er rúmlega 70 þúsund tonnum minna en mældist árið 2011. Mælingin í ár er sú lægsta síðan mælingar hófust árið 1999 og hefur farið úr rúmri einni milljón tonna árið 2001.

Þetta kemur fram í niðurstöðum úr leiðangri á mælingu úthafskarfa sem farinn var í júlí í sumar, að því er fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar . Mældir voru neðri og efri stofn en neðri stofninn stendur undir veiðum Íslendinga og annarra þjóða.

Leiðangurinn var sameiginlegur með þátttöku Íslendinga, Þjóðverja og Rússa og er úthafskarfinn mældur annað hvert ár í Grænlandshaf og aðliggjandi hafsvæði.

Íslendingar hafa tekið þátt í mælingunum frá árinu 1994 og í ár var R/S Árni Friðriksson við rannsóknirnar frá 11. júní - 5. júlí. Leiðangursstjóri var Kristján Kristinsson.

Neðri stofn, mest við íslensku landhelgislínuna

Neðri stofn úthafskarfa, sem er að finna á meira en 500 m dýpi, var metinn með trollaðferð þar sem ekki er hægt að mæla hann með bergmálsmælum, bæði vegna truflana á endurvarpi frá fyrrgreindu laxsíldarlagi og blöndunar við það. Samsvarandi mælingar voru gerðar árin 1999-2003 og 2009-2011. Mat á magni neðri stofns úthafskarfakarfa, byggt á þeirri aðferð, var áætlað um 400 þúsund tonn sem er rúmlega 70 þúsund tonnum minna en mældist árið 2011. Mælingin í ár er sú lægsta síðan mælingar hófust árið 1999 og hefur farið úr rúmri einni milljón tonna árið 2001. Þess skal þó getið að mæling með þessari aðferð er mjög ónákvæm og verður að hafa hliðsjón af því við túlkun niðurstaðna. Mest fékkst af neðri stofni úthafskarfa á norðausturhluta rannsóknasvæðisins við íslensku landhelgislínuna.

Efri stofn, einnig lægsta mæling frá upphafi

Efri stofn úthafskarfa, sem er að finna á grynnra en 500 m dýpi, var mældur með bergmálsmælingum og einnig var stærð stofnsins metin með svokallaðri trollaðferð, en skekkjumörk í síðarnefndu aðferðinni eru há. Alls mældust rúm 91 þúsund tonn af karfa með bergmálsaðferð sem er um 30 þúsund tonnum minna en mældist árið 2011. Stofninn hefur verið í mikilli lægð undanfarin ár og er þetta lægsta mælingin frá upphafi, en árið 1994 mældist stofninn rúm 2 milljónir tonna. Einnig var hluti efri stofns úthafskarfa metinn með trollaðferð þar sem ekki var hægt að mæla hann með hefðbundnum bergmálsaðferðum.

Með trollaðferðinni voru mæld 213 þús. tonn en þessi aðferð gaf 309 þúsund tonn árið 2011 og 565 þús. tonn árið.