Í nóvember hlaut vottunarverkefni Ábyrgra fiskveiða (Iceland Responsible Fisheries) viðurkenningu af hálfu Global Sustainable Seafood Initiative (GSSI) eftir ítarlega úttekt þar sem verkefnið stóðst allar lykilkröfur sem settar eru fram af hálfu GSSI. Kröfur GSSI byggja fyrst og fremst á samþykktum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sþ (FAO).

Í tilefni af því boða Ábyrgar fiskveiðar ses og Íslandsstofa til kynningarfundar um GSSI og vottun ábyrgra fiskveiða undir merkjum Iceland Responsible Fisheries á Hilton hótel Nordica, H sal á morgun, miðvikudaginn 7. Desember klukkan 13-14.30.

Aðalfyrirlesari á fundinum verður Herman Wisse framkvæmdastjóri hjá GSSI en einnig munu Gunnar Tómasson framkvæmdastjóri hjá Þorbirninum og Hrefna Karlsdóttir verkefnisstjóri hjá Ábyrgum fiskveiðum flytja erindi.

Sjá nánar HÉR