Fjögur norsk línuskip héldu til veiða á Flæmingjagrunn milli jóla og nýárs. Skipin veiddu allan kvóta Noregs, 1.276 tonn af þorski á rétt rúmri viku nú í upphafi árs.
Þetta kemur fram í Fiskeribladet/Fiskaren. Kvótinn skiptist nokkuð jafnt á milli skipanna. Reiknað er með að rúmlega 300 tonna kvóti gefi um fimm milljónir í aflaverðmæti á skip (um 95 milljónir ISK). Veiðin á dag fór allt upp í 30 tonn af hausuðum slægðum þorski. Bátarnir fjórir eru Geir, Geir II, Loran og Atlantic.