Bolungarvík hefur endurheimt kvótann sem byggðarlagið missti á tíunda áratug síðustu aldar og rúmlega það, að því er fram kemur í samantekt í nýjustu Fiskifréttum.

Kvóti Bolvíkinga sem hlutdeild í úthlutuðum heildarþorskígildum landsmanna hefur meira en tvöfaldast á um 10 ára tímabili. Smábátar hafa leitt þessa þróun. Talið er að kvóti fyrir 12-14 milljarða hafi verið keyptur til Bolungarvíkur á tímabilinu.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.