Aflakvótakerfi er algengasta fiskveiðistjórnunarkerfi í heiminum og kvótaréttindum er nánast alltaf úthlutað til þeirra sem í greininni starfa. Þá er sérstök skattlagning á fiskveiðar afar sjaldgæf og uppboð á kvótum sömuleiðis.

Þetta sagði Ragnar Árnason hagfræðiprófessor í erindi um kvótakerfið á aðalfundi LÍÚ. Fram kom í máli Ragnars að aflakvótakerfið væri alls ekki séríslenskt fyrirbrigði. Að minnsta kosti 23 fiskveiðiþjóðir notuðu kvótakerfi í dag og nálægt fjórðungur heimsaflans eða liðlega 20 milljónir tonna væru tekin samkvæmt þessari veiðistýringu.

Ragnar lagði áherslu á þá skoðun sína að sterk kvótaréttindi væru forsenda fyrir hagkvæmni í sjávarútvegi. ,,Stjórnvöld ættu því fremur að kappkosta að styrkja þessi réttindi en veikja þau,” sagði hann.

Sjá nánar í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.