Kvótar í innfjarðarrækju í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi hafa verið ákveðnir og úthlutað á skip. Í Arnarfirði verður leyft að veiða 250 tonn en kvótinn í Djúprækju er um 750 tonn.

Í fyrra var kvótinn í Arnarfirði um 200 tonn þannig að þar er um lítilsháttar aukningu að ræða. Endanlegur kvóti í Ísafjarðardjúpi á síðasta fiskveiðiári var í kringum 1.150 tonn en hann hafði verið aukinn frá upphaflegri úthlutun.