Kvótablað Fiskifrétta fylgir hinni hefðbundnu útgáfu Fiskifrétta í dag, 11. september.
Kvótablaðið er hugsað sem handbók fyrir þá sem vilja fá upplýsingar um hvernig aflaheimildir, sem gefnar eru út í upphafi fiskveiðiársins 2014/2015, skiptast á einstök skip. Skipunum er raðað eftir útgerðarflokkum og innan hvers flokks í stafrófsröð til hagræðis. Í blaðinu er ennfremur listi yfir 50 kvótahæstu útgerðirnar og aflaheimildir þeirra og fleira efni sem tengt er kvótaúthlutuninni.