Fiskistofa hefur tekið saman yfirlit yfir afla og stöðu aflaheimilda við lok fyrsta fjórðungs fiskveiðiársins 2014/2015. Helstu atriði sem fram koma eru eftirfarandi:
Á fyrsta ársfjórðungi fiskveiðiársins 2014/2015 hafa aflamarksskip nýtt um 31,4% af aflaheimildum sínum í þorski og um 25% ýsukvótans.
Krókaaflamarksbátar hafa nýtt um 25,5% af aflaheimildum sínum í þorski en um 44,8% krókaaflamarksins í ýsu samanborið við 58,1% á síðasta fiskveiðiári.
Heildarafli íslenska flotans á fyrsta fjórðungi fiskveiðiársins 2014/2015, frá 1. september sl. til loka nóvember, nam um 284.632þúsund tonnum. Samdráttur í heildarafla frá sama tíma í fyrra nemur um 0,5% eða um 1,3 þúsund tonnum.
Sjá nánar á vef Fiskistofu.