Á árinu 2010 jókst hlutdeild krókabáta í veiðum á fimm af sex tegundum þar sem aflinn fór yfir eitt þúsund tonn miðað við árið 2009, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda.

Hæst varð aflahlutdeild smábáta á árinu 2010 í steinbít 45,6%. Hlutdeild í þorski var 20,5%, hlutdeild í ýsu var 23,5%. Smábátar veiddu 36.466 tonn af þorski á nýliðnu ári, 15.222 tonn af ýsu og 5.744 tonn af steinbít.