Krókaflamarksbátar hafa fullnýtt aflaheimildir sínar í ýsu. Afli þeirra af ýsu á yfirstandandi fiskveiðiári er orðinn 7.431 tonn en krókaaflamarkið er 6.942 tonn, samkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu. Á sama tíma í fyrra var nýtingarhlutfall krókaflamarksbáta í ýsu 96%.
Á vef LS er bent á að krókaaflamarksbátar séu því alfarið háðir leigukvóta úr aflamarkskerfinu til loka fiskveiðiársins, verði engar breytingar á leyfilegum heildarafla í ýsu.
Krókaaflamarksbátar hafa hins vegar nýtt hlutfallslega minna af þorskaflaheimildum sínum á þessu fiskveiðiári en því síðasta eða 55% samanborið við 66% áður. Í lok mars hafði þessi bátaflokkur veitt 12.845 tonn af þorski en aflamark fiskveiðiársins hjá þeim er 23.430 tonn.
Sjá nánar afla og kvótastöðu vef Fiskistofu .