Sjálfseignarstofnunin Ábyrgar fiskveiðar ses (ÁF) hefur hlotið formlega alþjóðlega viðurkennda ISO 65 faggildingu á kröfulýsingu sem notuð er sem staðall við vottun ábyrgra fiskveiða Íslendinga undir merkjum Iceland Responsible Fisheries (IRF). Veiðar á gullkarfa og þorski hafa þegar verið vottaðar eftir staðlinum og nýjar vottanir og árlegar viðhalds- og endurvottanir verða einnig samkvæmt hinum faggilta staðli.

Dr. Kristján Þórarinsson formaður tækninefndar ÁF telur faggildinguna afar mikilvægan áfanga í þróun IRF verkefnisins. “Þessi árangur setur okkur í sterka stöðu til að þróa verkefnið til framtíðar og tryggja að það verði sem fyrr trúverðugt og mæti þörfum notenda.“

Sjá nánar HÉR