Greint er frá því í erlendum miðlum að landeldisfyrirtæki eigi orðið erfiðara með að fjármagna uppbyggingu verkefna vegna kostnaðarhækkana sem hefur líka leitt til þess að verkefnin eru síður fýsileg en áður í augum fjárfesta.

Aukin verðbólga hefur leitt til hærri stofnkostnaðar sem gerir uppbyggingu landeldis síður aðlaðandi sem fjárfestingartækifæri, segir í umfjöllun í IntraFish. Þar segir að áskoranirnar séu fjölmargar og af margvíslegum toga á þeim stutta tíma sem hefur liðið frá því greinin varð til. Forsvarsmenn landeldisfyrirtækja hafi einnig mátt sæta gagnrýni og sums staðar andstöðu íbúa í grennd við stöðvarnar auk þess þeir hafi staðið frammi fyrir tæknilegum og rekstrarlegum áskorunum.

Til marks um þetta greip norska landeldisfyrirtækið Gigante Salmon nýlega til þess ráðs að efna til hlutafjárútboðs til að afla 200 milljóna NOK, 2,6 milljarða ÍSK, til að standa straum af auknum kostnaði við uppbyggingu landeldisstöðvar sinnar í Rødøy í Norður-Noregi.

Greint er frá því í erlendum miðlum að landeldisfyrirtæki eigi orðið erfiðara með að fjármagna uppbyggingu verkefna vegna kostnaðarhækkana sem hefur líka leitt til þess að verkefnin eru síður fýsileg en áður í augum fjárfesta.

Aukin verðbólga hefur leitt til hærri stofnkostnaðar sem gerir uppbyggingu landeldis síður aðlaðandi sem fjárfestingartækifæri, segir í umfjöllun í IntraFish. Þar segir að áskoranirnar séu fjölmargar og af margvíslegum toga á þeim stutta tíma sem hefur liðið frá því greinin varð til. Forsvarsmenn landeldisfyrirtækja hafi einnig mátt sæta gagnrýni og sums staðar andstöðu íbúa í grennd við stöðvarnar auk þess þeir hafi staðið frammi fyrir tæknilegum og rekstrarlegum áskorunum.

Til marks um þetta greip norska landeldisfyrirtækið Gigante Salmon nýlega til þess ráðs að efna til hlutafjárútboðs til að afla 200 milljóna NOK, 2,6 milljarða ÍSK, til að standa straum af auknum kostnaði við uppbyggingu landeldisstöðvar sinnar í Rødøy í Norður-Noregi.