Kostirnir færeyska sóknardagakerfisins eru þeir að í kerfinu er ekki hvati til brottkasts og aflaupplýsingar eru áreiðanlegar. Gallarnir eru sveiflukenndar veiðar og hvati til offjárfestingar sem leiðir til þess að kerfið er fjárhagslega óhagkvæmt.
Þetta segir Hjalti í Jákupsstovu, forstjóri færeysku hafrannsóknastofnunarinnar í viðtali í nýjustu Fiskfréttum. Þar kemur einnig fram að tveir þriðju af aflaverðmæti Færeyinga komi frá kvótabundnum og leyfisbundnum veiðum en einn þriðji frá skipum í dagakerfi.
Hjalti upplýsir að rekstrarafkoma uppsjávarskipa og frystitogara sem veiði samkvæmt kvóta hafi verið góð síðustu árin en afkoma skipa í dagakerfinu slæm.
Sjá nánar í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.