Færeyska hafrannsóknastofnunin gerði út leiðangur í síðasta mánuði þar sem hafsbotninn við Færeyjar var myndaður úr hafrannsóknaskipinu Magnus Heinasyni. Tilgangurinn var að finna kóralla við eyjarnar.
Alls voru gerðar 53 upptökur og á fimm þeirra sjást lífvænlegir kórallar.
Á vef færeysku hafrannsóknastofnunarinnar segir að væntanlega hefði orðið vart við meira af kóröllum hefði myndavélin getað farið dýpra. Á 19 stöðum hafi verið talsvert um svampdýr
Upptökurnar hafi verið í miklum gæðum og sýndu meðal annars fiska og smáhluti á hafsbotni. Almennt þótti hafsbotninn hreinn en þó varð vart við veiðarfæri á nokkrum stöðum. Fleiri myndir úr leiðangrinum má sjá hér .