Þegar tog- og nótaskipið Kings Cross var afhent í Karstensens skipasmíðastöðinni í Danmörku í október síðastliðnum var enginn vafi á því hver væri konungur skoska fiskiskipaflotans. Skipið er 78,75 metra langt eða 2,35 metrum lengra en Altaire frá Hjaltlandi sem verið hefur stærsta fiskiskip Skotlands.
Kings Cross heldur þó ekki kórónunni lengi því næsta sumar er von á nýju 87 metra löngu uppsjávarskipi, Ocean Star, til Skotlands en það er í smíðum í Nauta skipasmíðastöðinni í Póllandi. Þá er verið að smíða systurskip Kings Cross hjá Karstesens fyrir skoska útgerð svo það er bullandi endurnýjun í gangi í skoska uppsjávarflotanum.
Kings Cross er í eigu Lunar Fishing Company og Wiseman Fishing Company í Peterhead í Skotlandi. Skipstjórarnir eru ungir að árum, William Buchan 25 ára og Adan Wiseman 26 ára.
Kystmagasinet í Noregi gerir Kings Cross skil í máli og myndum, sjá HÉR.