Krókaaflamarksbáturinn Vilborg ÍS frá Bolungarvík varð aflahæsti smábáturinn í desember síðastliðnum, fékk 136 tonn í 23 róðrum. Vilborg ÍS er nýr bátur sem blandar sér í toppbaráttuna en skipstjórinn, Sigurgeir Þórarinsson, er ekki óvanur toppslagnum því hann var lengi skipstjóri á aflabátnum Sirrý ÍS.
,,Aflabrögðin voru svakalega góð milli jóla og nýárs. Þá fengum við mest 13 tonn í róðri á 32 bala. Við tókum þá þrjá túra í röð grunnt úti af Hornvíkinni, í Hafnarálnum, og fengum samtals um 35 tonn,“ segir Sigurgeir í samtali við Fiskifréttir.
Sjá nánar viðtal við Sigurgeir í nýjustu Fiskifréttum.