Í ljós kemur að innan við helmingur þeirra fiskstofna sem hafa verið rannsakaðir teljast í ásættanlegu ásigkomulagi. Þegar allt er talið er niðurstaðan sú að 51 stofn sé ofveiddur í dag, sem er nálægt því að vera með verstu niðurstöðum þessara árlegu úttekta enda 20% af heildarmagni þeirra tegunda sem fylgst er með.

Það sem kannski verra er þá kemur fram í skýrslunni að þeir sem sinna eftirliti með ástandi fiskistofna hafa einfaldlega ekki þær upplýsingar sem þarf til að meta ástand 45 prósent af fiskistofnum innan landhelgi Bandaríkjanna.

Náttúruverndarsamtökin Oceana halda því fram að skýrslan sýni berlega að NOAA hafi mistekist það ætlunarverk sitt að byggja upp þá fiskistofna sem verst eru farnir vegna ýmissa ástæðna. Það eigi ekki síst við um þá stofna sem halda sig á landgrunninu við Nýja England. Kunnuglegir eru stofnar þorsks og síldar en margir séu nefndir í skýrslunni eins og að ofan greinir.

Oceana krefst aðgerða undir handleiðslu NOAA. Ekki aðeins vegna fiskistofnanna sjálfra heldur þeirra samfélaga sem á einn eða annan hátt reiða sig á þá. Frekara aðgerðaleysi sé einfaldlega ekki ásættanlegt. Bæta verði fiskveiðistjórnun á breiðum grundvelli og stjórnvöld verði einfaldlega að girða sig í brók.