Tvö íslensk fyrirtæki, Samherji hf. og Langa ehf., hafa þurrkað kolmunna fyrir markað í Nígeríu í ár í tilraunaskyni. Gera má ráð fyrir því að þessi framleiðsla aukist á næsta ári með vaxandi kolmunnakvóta, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Samherji hf. hóf að þurrka kolmunna í fiskþurrkuninni á Laugum. Vilhelm Þorsteinsson EA frysti nokkur hundruðu tonn af kolmunna í vor fyrir þessa tilraunavinnslu.
Fyrirtækið Langa ehf. í Vestmannaeyjum hefur einnig gert tilraunir til að þurrka kolmunna í smáum stíl. Framhald verður á því ef viðbrögð markaðarins verða góð.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.