ff

Í sumar hefur Sjávarþorpið Suðureyri ehf. í samstarfi við Ísafjarðarbæ og Ferðamálastofu unnið að bættu aðgengi að þorskinum í lóninu á Suðureyri. Um langt skeið hafa gestir á Suðureyri stundað heimsóknir í lónið fyrir innan þorpið til að gefa villtum þorski að éta og klappa honum á kollinn, að því er fram kemur á vefnum bb.is.

Aðgengið var við þjóðveg með 90 km hámarkshraða og bratt var niður í fjöruna og því mikil slysahætta, en nú hefur verið byggð bryggja við lónið þar sem aðgengi að þessum skemmtilegu þorskum er til fyrirmyndar.

Bryggjan er á tveimur pöllum til að mæta sjávarföllum í lóninu þannig að á fjöru er hægt að standa á neðri pallinum en á efri pallinum þegar flæðir að. Þannig er auðveldast að komast í snertingu við hafið og þorskinn sem þar á heima. Gestir geta nálgast beitu til að gefa þorskunum í verslun Fisherman við Skipagötu, segir ennfremur á bb.is.

Sjá nánar myndir á www.bb.is