Innflutningur á fiski frá Kína til Evrópusambandsins var nánast enginn árið 1992 en tveimur áratugum síðar eða árið 2010 nam hann 340.000 tonnum. Nú bendir margt til að þessi þróun snúist við á komandi árum og að Kínverjar muni flytja meira inn af sjávarfangi en út áður en langt um líður.
Þetta kom fram á ráðstefnunni North Atlantic Seafood Forum í Osló í síðustu viku. Ástæðan fyrir þessari breytingu er sú að kaupmáttur í Kína vex hröðum skrefum og gríðarstóð millistétt er að myndast. Þar með eykst eftirspurn eftir dýrari mat eins og fiski.
Nefnt var sem dæmi á ráðstefnunni að áttundu hverja klukkustund er opnaður í Kína nýr veitingastaður undir merkjum Kentucky Fried Chicken og bent var á að þessi veitingahúsakeðja seldi ekki bara kjúklinga heldur líka fisk.
Fiskeribladet/Fiskaren í Noregi skýrir frá þessu.