Útflutningur Norðmanna á eldislaxi til Kína hefur hrunið um 70% á fyrstu fjórum mánuðum ársins, að því er fram kemur á vefnum fis.com.

Kínverjar hafa greinilega fryst Norðmenn úti frá því í október síðastliðnum þegar norska Nóbelsverðlaunanefndin tilkynnti um að andófsmaðurinn Liu fengi friðarverðlaun Nóbels, en Liu afplánar nú 11 ára fangelsisdóm í Kína.

Skoskir framleiðendur skrifuðu undir tímamótasamning strax í janúar síðastliðinum um beinan útflutning á eldislaxi til Kína. Þegar Norðmenn féllu í ónáð í Kína skapaðist tækifæri fyrir skoska laxeldismenn að komast inn á markað sem Norðurlöndin hafa nánast einokað í áraraðir. Hingað til hafa um 90% af þeim laxi sem Kínverjar borða komið frá Norðurlöndunum eða Noregi sérstaklega.