Loðna verið veidd til manneldis um aldaraðir í Japan en ofveiði þar hefur leitt til hruns á stofninum á síðustu áratugum. Fiskveiðistjórnunarkerfið i Japan byggðist ekki á vísindalegri ráðgjöf heldur lögum og reglum sem sett voru af stjórnvöldum. Þetta opnaði fyrir innflutning á íslenskri loðnu til Japans. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Agnesar Guðmundsdóttur, markaðsstjóra hjá Icelandic Japan, dótturfélagi Brims, á sjávarútvegsráðstefnunni fyrr í þessum mánuði.

Erindi Agnesar var upptaka og þar var rætt einnig rætt við Taro Miyasaki, sölustjóra uppsjávarafurða hjá Icelandic Seafood Asia.

Agnes Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Icelandic Japan.
Agnes Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Icelandic Japan.

Hon-shisamo verður shisamo

„Það er ástæða fyrir því að Japan hóf innflutning á loðnu frá Skandinavíu. Það er til svipuð tegund í Hokkaido í Norður Japan sem heitir hon-shisamo en hún er veidd í mjög takmörkuðu magni. Síðan var það á sjöunda áratuginum að japanskir kaupmenn voru að kaupa aðrar tegundir frá Íslandi og sáu að Íslendingar voru að veiða loðnu og nýta hana í bræðslu,“ segir Taro Miyasaki, sölustjóri uppsjávarafurða hjá Icelandic Seafood Asia.

Taro Myasaki, sölustjóri uppsjávarafurða hjá Icelandic Seafood Asia.
Taro Myasaki, sölustjóri uppsjávarafurða hjá Icelandic Seafood Asia.

„Þeir hófu því innflutning á loðnu frá Íslandi. Hún tók yfir markaðinn því veiðar á hon-shishamo voru svo takmarkaðar. Á síðustu árum hefur veiðin verið undir 1.000 tonnum og á þessu ári er talað um bann á veiði á hon-shishamo, loðnutegundinni sem veiðist í Norður-Japan. Íslenska loðnan tók því strax yfir markaðinn. Neytendur tóku henni vel og núna er loðnan þekkt sem shishamo,“ segir Miyasaki.

Agnes sagði loðnuhrognin, sem í Japan kallast masago, séu unnin á ákveðinn hátt. Þau eru hreinsuð og bragðbætt og verður þá til masago sem er sem skraut í sushi en einnig í marga aðra rétti. Oftast eru þau appelsínugul en líka geta þau verið græn, gul eða svört. Loðnan er einnig vinsæl í heimahúsum þar sem hún er oft hluti af stærri máltíð sem inniheldur oft hrísgrjón, miso súpu og súrsað grænmeti.

Masago er notað til skreytinga og með öðrum réttum.
Masago er notað til skreytinga og með öðrum réttum.

Vilja stöðugt framboð

Miyasaki hefur margra áratuga reynslu af sölu á loðnu og er marga mánuði ár hvert á Íslandi.

Hann segir að ekki sé þörf á kvótaaukningu fyrir loðnuveiðar á Íslandi út frá sjónarhóli Icelandic Seafood Asia. „Við þurfum bara nægt framboð fyrir markaðinn sem bíður eftir loðnunni. Markaðurinn vex, sérstaklega á loðnuhrognum, á hverju ári og á heimsvísu. Ég get ekki sagt til um hversu mikið við þurfum en við viljum ekki mikla hækkun á kvóta eða miklu lækkun eða veiðibann. Við viljum bara stöðugt framboð,“ segir Miyaski, sem hefur margra áratuga reynslu af sölu á loðnu og er marga mánuði á hverju ári á Íslandi.

Bragð er að þá barnið finnur.
Bragð er að þá barnið finnur.

Hann segir Íslendinga eins og rómanskt fólk innan Skandinavíu. Stundum sé það gott því viðhorfið sé eins og „que será, será“ (þetta reddast). „Ég er japanskur og hef unnið lengi í japönsku fyrirtæki þannig að ég vil helst vinna eftir plani. En stundum þegar ég vinn fyrir Icelandic verð ég stundum ruglaður en það er alltaf skemmtilegt,“ segir Miyasaki.

Sjá má þetta skemmtilega erindi hér.