Sala á ferskum þorskafurðum frá Íslandi inn á Bretlandsmarkað hefur minnkað úr rúmum 5.000 tonnum árið 2013 í rúm 3.000 tonn í ár. Sala á ferskum ýsuafurðum hefur minnkað úr 2.000 tonnum í 1.000 tonn frá árinu 2012 til ársins 2015.
Svavar Þór Guðmundsson framkvæmdastjóri Sæmarks ehf. segir ástæðuna fyrir samdrættinum tvíþætta. Annars vegar þá að með efnahagskreppunni hafi fólk farið að spara í innkaupum á matvöru. Hin ástæðan væri sú að heill sjófrystur fiskur úr Barentshafinu væri þíddur upp og flakaður í Bretlandi og seldur sem ferskur eða kældur („chilled“) í samkeppni við ferskar fiskafurðir frá Íslandi.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í dag.