Breytingar hafa verið gerðar á reglugerð um línuívilnun fyrir fiskveiðiárið 2016/2017. Í henni kemur fram að þremur fisktegundum hefur verið bætt inn og eru það keila, langa og karfi.

Línuívilnun í þorski verður 3.375 tonn í ýsu 1.355 tonn og 700 tonn í steinbít á fiskveiðiárinu.

Á fiskveiðiárinu sem er að ljúka er línuívilnun í þorski 3.500 tonn, 1.425 í ýsu og 775 í steinbít.

Ónýtt línuívilnun í dag er um 260 tonn í þorski, 260 í ýsu og 170 í steinbít. Sjá hér.

Nýju tegundirnar í línuívilnunni verða keila 60 tonn, langa 170 tonn og karfi 40 tonn.

Eins og áður er línuívilnunni skipt á  fjögur þriggja mánaða tímabil.

Vakin er athygli á þessu á vef LS og vísað í reglugerð þar að lútandi.