Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) greinir frá að útflutningurinn er umtalsvert meiri en opinberar tölur Hagstofu Íslands gefa til kynna og er ástæðan sú að afurðir sem til Úkraínu fara hafa viðkomu í þriðja landi.
„Til að mynda fer stærsti hluti af þeim afurðum sem fluttar eru til Litháens áfram til Úkraínu,“ segir í samantektinni.
Talsvert hefur verið flutt út af eldisafurðum beint til Úkraínu á undanförnum tveimur árum. Í fyrra nam útflutningurinn 2,2 milljörðum króna, þar af lax fyrir rúman 1,8 milljarða króna og silungur fyrir 400 milljónir.
„Þannig að ætla má að viðskipti Úkraínu með íslenskar sjávar- og eldisafurðir hafi verið nær níu til ellefu milljörðum króna á undanförnum árum. Það kemur heim og saman við tölur frá Úkraínu, en samkvæmt þeim flytja þeir næst mest inn af fiskafurðum frá Íslandi en mest frá Noregi.“
Hlutdeild Íslands í heildarverðmætum innfluttra sjávar- og eldisafurða til Úkraínu í fyrra nam 13,2%. Hlutur Noregs er stærstur, 35,2%, og Bandaríkin eru í þriðja sæti með 7,7%. Úkraína flytur inn um 80% af sjávar- og eldisafurðum sem eru á markaði þar í landi, segir í samantektinni.