Danska skipasmíðastöðin Karstensens Skibsværft í Skagen á Jótlandi hefur samið við Marel um kaup á vigtarbúnaði ásamt Innova gagnakerfi í fimmtán ný uppsjávarskip sem verða smíðuð hjá skipasmíðastöðinni. Karstensens hefur smíðað skip allt frá árinu 1917 fyrir alþjóðlegan markað og er skipasmíðastöðin þekkt fyrir hágæða smíði og viðgerðarþjónustu.

Samstarf Karstensens og Marel nær einnig langt aftur en fyrirtækið hefur lengi reitt sig á vigtarbúnaði frá Marel til nákvæmrar og áreiðanlegrar vigtunar um borð í skipum við krefjandi aðstæður. Auk vigtunarbúnaðar mun Karstensens búa þennan flota uppsjávarskipa Innova gagnakerfi frá Marel sem sem heldur utan um margvísleg gögn og er um leið aflaskráningarkerfi.

Íslendingum að góðu kunn

Karstensens hefur í gegnum tíðina smíðað fjölda skipa af mismunandi tagi, þar á meðal fjölda togara í Norður-Atlantshafi, herskip og snekkjur svo fátt eitt sé nefnt. Frá árinu 2007 hefur Karstensens Skibsværft afhent um 50 nýsmíðuð skip, þar af um 40 fiskiskip, 3 herskip og eitt rannsóknaskip. Skipasmíðastöðin er Íslendingum að góðu kunn. Þar var Þórunn Sveinsdóttir smíðuð og nýlega lengd. Síðustu verkefni hennar fyrir íslenskar útgerðir voru smíði systurskipanna Vilhelms Þorsteinssonar EA og Barkar NK. Fyrirtækið hefur yfirleitt þann hátt á að smíða skrokkana í starfstöð sinni í Póllandi og þeir eru síðan dregnir til Skagen þar sem smíðinni lýkur.

Uppsjávarskip fyrir Skinney-Þinganes og Gjögur

Nú stendur yfir smíði á nýju uppsjávarskipi fyrir Skinney-Þinganes og Gjögur hjá Karstensens.

Skip Skinneyjar-Þinganess á að vera tilbúið til afhendingar í mars 2024 og skip Gjögurs í apríl 2025. Þau verða með dísilknúnum aðalvélum frá Wärtstilä og afl þeirra er 5.200 kW. Skrúfan verður fjórir metrar í þvermál.

Wärtstilä 8V31 vélin fékk á árinu 2015 viðurkenningu af Heimsmetabók Guinness sem skilvirkasta fjórgengis dísilvéls heims.

Skipin verða 75,4 metrar á lengd og 16,5 metrar á breidd. RSW tankarnir eru 2.425 rúmmetrar. Skip Skinneyjar-Þinganess verður þannig hannað að djúpristan verði sem minnsta eða um 6,5 metrar sem kemur til vegna sérstakra aðstæðna við innsiglinguna til Hafnar í Hornafirði.

Skinney-Þinganes gerir nú út tvö uppsjávarskip; Ásgrím Halldórsson SF og Jónu Eðvalds SF, en auk þess fjögur togveiðiskip og einn línubát. Gjögur gerir út uppsjávarfrystiskipið Hákon EA, sem smíðaður var í Chile 2001 eftir teikningum Nautic, og togbátana Vörð EA og Áskel EA sem voru hluti af sjö skipa raðsmíðaverkefni Vard skipasmíðastöðvarinnar og komu til landsins 2019. Áætluð afhending á skipi Skinneyjar-Þinganes er næsta vor og árið 2025 á skipi Gjögurs.

Skipasmíðastöð Karstensens í Skagen.
Skipasmíðastöð Karstensens í Skagen.

Danska skipasmíðastöðin Karstensens Skibsværft í Skagen á Jótlandi hefur samið við Marel um kaup á vigtarbúnaði ásamt Innova gagnakerfi í fimmtán ný uppsjávarskip sem verða smíðuð hjá skipasmíðastöðinni. Karstensens hefur smíðað skip allt frá árinu 1917 fyrir alþjóðlegan markað og er skipasmíðastöðin þekkt fyrir hágæða smíði og viðgerðarþjónustu.

Samstarf Karstensens og Marel nær einnig langt aftur en fyrirtækið hefur lengi reitt sig á vigtarbúnaði frá Marel til nákvæmrar og áreiðanlegrar vigtunar um borð í skipum við krefjandi aðstæður. Auk vigtunarbúnaðar mun Karstensens búa þennan flota uppsjávarskipa Innova gagnakerfi frá Marel sem sem heldur utan um margvísleg gögn og er um leið aflaskráningarkerfi.

Íslendingum að góðu kunn

Karstensens hefur í gegnum tíðina smíðað fjölda skipa af mismunandi tagi, þar á meðal fjölda togara í Norður-Atlantshafi, herskip og snekkjur svo fátt eitt sé nefnt. Frá árinu 2007 hefur Karstensens Skibsværft afhent um 50 nýsmíðuð skip, þar af um 40 fiskiskip, 3 herskip og eitt rannsóknaskip. Skipasmíðastöðin er Íslendingum að góðu kunn. Þar var Þórunn Sveinsdóttir smíðuð og nýlega lengd. Síðustu verkefni hennar fyrir íslenskar útgerðir voru smíði systurskipanna Vilhelms Þorsteinssonar EA og Barkar NK. Fyrirtækið hefur yfirleitt þann hátt á að smíða skrokkana í starfstöð sinni í Póllandi og þeir eru síðan dregnir til Skagen þar sem smíðinni lýkur.

Uppsjávarskip fyrir Skinney-Þinganes og Gjögur

Nú stendur yfir smíði á nýju uppsjávarskipi fyrir Skinney-Þinganes og Gjögur hjá Karstensens.

Skip Skinneyjar-Þinganess á að vera tilbúið til afhendingar í mars 2024 og skip Gjögurs í apríl 2025. Þau verða með dísilknúnum aðalvélum frá Wärtstilä og afl þeirra er 5.200 kW. Skrúfan verður fjórir metrar í þvermál.

Wärtstilä 8V31 vélin fékk á árinu 2015 viðurkenningu af Heimsmetabók Guinness sem skilvirkasta fjórgengis dísilvéls heims.

Skipin verða 75,4 metrar á lengd og 16,5 metrar á breidd. RSW tankarnir eru 2.425 rúmmetrar. Skip Skinneyjar-Þinganess verður þannig hannað að djúpristan verði sem minnsta eða um 6,5 metrar sem kemur til vegna sérstakra aðstæðna við innsiglinguna til Hafnar í Hornafirði.

Skinney-Þinganes gerir nú út tvö uppsjávarskip; Ásgrím Halldórsson SF og Jónu Eðvalds SF, en auk þess fjögur togveiðiskip og einn línubát. Gjögur gerir út uppsjávarfrystiskipið Hákon EA, sem smíðaður var í Chile 2001 eftir teikningum Nautic, og togbátana Vörð EA og Áskel EA sem voru hluti af sjö skipa raðsmíðaverkefni Vard skipasmíðastöðvarinnar og komu til landsins 2019. Áætluð afhending á skipi Skinneyjar-Þinganes er næsta vor og árið 2025 á skipi Gjögurs.

Skipasmíðastöð Karstensens í Skagen.
Skipasmíðastöð Karstensens í Skagen.