Erfiðlega hefur gengið hjá rækjuverksmiðjum á Íslandi að verða sér úti um rækju. Lítil veiði er á Íslandsmiðum og minnkandi framboð á iðnaðarrækju frá Kanada og Noregi. Forráðamenn Kampa ehf. á Ísafirði ætla til Seattle á austurströnd Bandaríkjanna í apríl til að skoða hvort það er gerlegt að flytja inn rækju þaðan.
Þetta kemur fram á vefnum bb.is . Albert Haraldsson, rekstrarstjóri Kampa , segir að tegundin sé ögn frábrugðin þeirri sem veiðist í N-Atlantshafi en þegar búið er að sjóða hana og pilla sé lítill sem engin munur. Pandalus jordanis heitir tegundin sem um er rætt en rækjan sem við þekkjum á Íslandsmiðum heitir pandalus borealis.
Sem kunnugt er hefur stór hluti af hráefni íslenskra rækjuverksmiðja verið keypt erlendis frá, einkum frá Kanada og Noregi, en þar er um að ræða sömu tegund af rækju og veiðist á Íslandsmiðum.