Umhverfisstofnun hefur samið við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum að rannsaka umfang örplastmengunar í kræklingi á völdum stöðum við Ísland. Þetta er einnig áfangi í að leggja grunn að frekari rannsóknum á örplasti í hafinu og lífríki þess við Ísland.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun.
Sýnatökur hafa verið í gangi í sumar og klárast um miðjan september. Í kjölfarið verður farið í greiningar á plastinu.
Niðurstöður verða bornar saman við önnur lönd þar sem sambærilegum aðferðum hefur verið beitt á skelfisk og eru væntanlegar fyrir lok ársins 2018.