Útflutningur sjávarafurða frá Kanada nam 4,14 milljörðum kanadadollara á síðasta ári eða jafnvirði 509 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar má nefna að útflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða var 269 milljarðar króna í fyrra.
Nálægt helmingur útflutningsverðmætis kanadískra sjávarafurða fékkst fyrir sölu fjögurra tegunda, humars, snjókrabba, lax og rækju.
Kanadískar sjávarafurðir fara til 118 landa, en Bandaríkjamenn eru langstærsta viðskiptaþjóðin. Til Bandaríkjanna fóru 62% verðmætanna eða sjávarafurðir fyrir sem svarar 320 milljörðum íslenskra króna.
Kanadamenn seldu fisk og fiskafurðir til Evrópusambandsins fyrir um 50 milljarða króna í fyrra. Miklar væntingar eru bundnar við samningaviðræður um fríverslunarsamning milli Kanada og Bandaríkjanna sem staðið hafa yfir. Kanadískar sjávarafurðir sæta innflutningstollum í ESB sem nema að meðaltali um 11% en geta hæst farið í 25%. Um leið og fríverslunarsamningur gengur í gildi munu þessir tollar falla niður á flestum fiskafurðum.
Frá þessu er skýrt á vefnum FISHupdate.com