Rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi fara heldur betur vel af stað. Alls er búið að veiða 250 tonn af um 960 tonna aflamarki. Fimm bátar hafa byrjað veiðar og er Aldan ÍS þeirra aflahæst. Hún var með tæpt 61 tonn í fimm löndunum í síðustu viku frá mánudegi til föstudags, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Það þykir tíðundum sæta þegar rækjutogarar koma með 40-50 tonn af úthafsrækju að landi eftir vikuna, hvað þá þegar 60 brúttótonna bátur eins og Aldan er, skilar slíkum afla og rúmlega það á sama tíma.

Fiskifréttir ræddu við Gísla Jón Kristjánsson, skipstjóra á Öldunni ÍS, í síðustu viku um aflabrögðin. Þá höfðu þeir veitt um 47 tonn í fimm róðrum. Þar af fengust tæp 16 tonn á fimmtudaginn sem er áreiðanlega metafli í rækju í einum róðri í Ísafjarðardjúpi. Á myndinni hér að ofan eru Arnar Kristjánsson og Þorsteinn Másson, skipverjar á Öldunni, kampakátir með stóra kampalampann eins og rækjan var kölluð þegar veiðar á henni hófust í Ísafjarðardjúp á sínum tíma.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.