Rækjuafli í Norður-Atlantshafi hefur minnkað um helming á síðustu tíu árum. Útlit er fyrir að hann muni halda áfram að minnka  á næstu árum. Þetta kom fram á alþjóðlegri ráðstefnu um kaldsjávarrækju í Kaupmannahöfn á dögunum. Veiðarnar náðu hámarki árin 2000-2007 þegar heildaraflinn varð liðlega 450 þúsund tonn á ári. Síðan þá hefur aflinn minnkað jafnt og þétt og var 268 þúsund tonn á síðasta ári. Samdrátturinn á þessu tímabili var 41%.

Því er spáð að heildaraflinn muni halda áfram að minnka á næstu árum og verði jafnvel kominn niður í 190 þúsund tonn eftir tíu ár. Rækjustofnarnir við Kanada og Grænland eru á niðurleið og er talið að sú þróun muni halda áfram. Uppgangur þorsks á miðunum við Kanada hefur komið niður á rækjustofninum.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.