Fiskafli íslenskra skipa í júní 2016 var tæplega 42 þúsund tonn, sem er 43% minni afli en í júní í fyrra.

Botnfiskaflinn stóð í stað í 35 þúsund tonnum en uppsjávarafli var aðeins rúm tvö þúsund tonn samanborið við 34 þúsund tonn. Mest munar um það að enginn kolmunnaafli var í júní núna en 28.000 tonn í sama mánuði í fyrra. Þá nam makrílaflinn 2.300 tonnum í júní í ár samanborið við 5.100 tonn í fyrra.

Á 12 mánaða tímabili hefur heildarafli dregist saman um 262 þúsund tonn á milli ára, sem er 20% aflasamdráttur. Það stafar að mestu af hrapi í loðnuafla og talsvert minni síldarafla. Afli í júní metinn á föstu verðlagi var 7,1% minni en í júní 2015.

Sjá nánar á vef Hagstofunnar.