Skipsnafnið Júlíus Geirmundsson ÍS 270 hefur nú verið samfleytt í hálfa öld og fjögur skip borið það hingað til. Fyrsta skipið með þessu nafni kom til heimahafnar á Ísafirði þann 2. mars 1967 eða fyrir sléttum fimmtíu árum. Lauslega áætlað hafa þessi fjögur skip borið að landi rúmlega 200 þúsund tonn af fiski.
Kristjáns G. Jóhannssonar, stjórnarformaður Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. hefur tekið saman sögu þessara skipa og birt á vef fyrirtækisins, HÉR.