Jón Kjartansson SU er nú staddur í Þórshöfn í Færeyjum þar sem verið er að útbúa Jón til dælingar á afturskipi, einnig er verið að loka síðum skipsins. MEST skipasmiðja í Færeyjum sér um framkvæmdirnar.

Verið er að setja nótaleggjara, frelsaravindu sem og allan búnað sem tilheyrir dælingum á afturskipi. Framkvæmdir ganga vel og er stefnt að því að áhafnarmeðlimir Jóns sigli með Aðalsteini Jónssyni til Færeyja um eða eftir mánaðarmót þar sem haldið verður beint út á kolmunnaveiðar.

Unnið er að því að loka síðum skipsins.
Unnið er að því að loka síðum skipsins.

Guðni Elísson, vélstjóri á Jóni ásamt fleirum hefur verið í Færeyjum meðan framkvæmdirnar standa yfir og hefur verið duglegur með myndavélina. Honum og Gunnari Óla vélstjóra var boðið með MEST mönnum í róður á dögunum, en róðrakeppnir eru ansi vinsælar í Færeyjum.

Mönnum var boðið í róður með starfsmönnum MEST.
Mönnum var boðið í róður með starfsmönnum MEST.