Sagan hefst árið 1947 í þýsku hafnarborginni Hamborg sem var enn í sárum eftir seinni heimsstyrjöldina. Útgerðamaðurinn Friðþjófur Ó. Jóhannesson frá Patreksfirði hafði farið utan til náms í verslunarskóla, í þýsku borginni Flensborg, á millistríðsárunum. Þar kom Friðþjófur sér upp góðum tengingum við Þýskaland og því fór svo að árið 1947 hóf togarinn Gylfi, sem Friðþjófur gerði út, að sigla með ísfisk og síld beint til Hamborgar.
Mikil örbyrgð var í Hamborg á þessum árum og vildi Friðþjófur þess vegna aðstoða eins og unnt var. Erlendur Árnason fyrrum matsveinn, um borð í togaranum Gylfa, var fenginn til að elda fiskisúpu og bjóða upp á meðan verið væri að landa úr togaranum. Þetta góðverk spurðist fljótt út meðal almennings í Hamborg og fjöldi matargesta jókst með hverri skipakomu. Útgerð Gylfa bað því áhöfnina að elda rausnarlega af fiskisúpu og að hafa með sér ríflegar birgðir af kaffi, smjöri, kjötmeti og öðrum varningi sem skortur var á í Þýskalandi á þessum tíma. Allt varningur sem hægt var að gauka að fólki þegar það yfirgaf togarann að fiskisúpu lokinni. Þetta góðverk skipverja og útgerðar Gylfa gleymdist ekki og nokkru síðar vildu hafnaryfirvöld í Hamborg launa Íslendingum þetta góðverk.
Friðþjófur var því spurður hvað myndi gleðja heima á Íslandi og nefndi hann strax „jólatré“. Árin liðu og árið 1965 kom hópur Íslendinga í Þýskalandi sem kallaði sig „Wikingerrunde“ því til leiðar að loks gætu hafnaryfirvöld í Hamborg gefið Reykjavíkurhöfn myndarlegt jólatré sem þakklætisvott til íslenskra sjómanna fyrir löndun á ferskum fiski og matargjafir að stríði loknu.
Nú í ár verður 58. Hamborgartréð reist í Gömlu höfninni í Reykjavík. Jólatréð er ekki lengur flutt yfir hafið vegna umhverfissjónarmiða og Íslendingar eru orðnir sjálfum sé nógir með íslensk jólatré. En hefðin lifir og gleður nú sem áður.
Umhverfi hafnarinnar í Reykjavík hefur breyst mikið síðan 1965, en höfnin er enn jafn mikilvægur tengiliður við umheiminn og atvinnulífið á höfuðborgarsvæðinu sem áður fyrr. Þess vegna er gleðilegt að nú skuli bakhjarlar Hamborgartrésins allir vera fyrirtæki með starfsemi í Gömlu höfninni og þannig vera með til að gera viðburðinn „Ljósin á Hamborgartrénu tendruð“ að jólahátið okkar allra.
Dagskrá á Miðbakka Gömlu hafnarinnar í Reykjavík 2. desember klukkan 17:00
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, stjórnarformaður Faxaflóahafna býður gesti velkomna
Dr. Sverrir Schopka segir frá sögu Hamborgartrésins
Sendiherra Þýskalands, Clarissa Duvegneau, tendrar ljósin á Hamborgartrénu
Jólasveinar sigla inn í gömlu höfnina á dráttarbátnum Magna og leggjast að Miðbakkanum, spjalla við börnin og leiða gesti svo að fiskisúpukötlunum frá Brim í nýju húsi Landsbankans í Reykjastræti 6
Sagan hefst árið 1947 í þýsku hafnarborginni Hamborg sem var enn í sárum eftir seinni heimsstyrjöldina. Útgerðamaðurinn Friðþjófur Ó. Jóhannesson frá Patreksfirði hafði farið utan til náms í verslunarskóla, í þýsku borginni Flensborg, á millistríðsárunum. Þar kom Friðþjófur sér upp góðum tengingum við Þýskaland og því fór svo að árið 1947 hóf togarinn Gylfi, sem Friðþjófur gerði út, að sigla með ísfisk og síld beint til Hamborgar.
Mikil örbyrgð var í Hamborg á þessum árum og vildi Friðþjófur þess vegna aðstoða eins og unnt var. Erlendur Árnason fyrrum matsveinn, um borð í togaranum Gylfa, var fenginn til að elda fiskisúpu og bjóða upp á meðan verið væri að landa úr togaranum. Þetta góðverk spurðist fljótt út meðal almennings í Hamborg og fjöldi matargesta jókst með hverri skipakomu. Útgerð Gylfa bað því áhöfnina að elda rausnarlega af fiskisúpu og að hafa með sér ríflegar birgðir af kaffi, smjöri, kjötmeti og öðrum varningi sem skortur var á í Þýskalandi á þessum tíma. Allt varningur sem hægt var að gauka að fólki þegar það yfirgaf togarann að fiskisúpu lokinni. Þetta góðverk skipverja og útgerðar Gylfa gleymdist ekki og nokkru síðar vildu hafnaryfirvöld í Hamborg launa Íslendingum þetta góðverk.
Friðþjófur var því spurður hvað myndi gleðja heima á Íslandi og nefndi hann strax „jólatré“. Árin liðu og árið 1965 kom hópur Íslendinga í Þýskalandi sem kallaði sig „Wikingerrunde“ því til leiðar að loks gætu hafnaryfirvöld í Hamborg gefið Reykjavíkurhöfn myndarlegt jólatré sem þakklætisvott til íslenskra sjómanna fyrir löndun á ferskum fiski og matargjafir að stríði loknu.
Nú í ár verður 58. Hamborgartréð reist í Gömlu höfninni í Reykjavík. Jólatréð er ekki lengur flutt yfir hafið vegna umhverfissjónarmiða og Íslendingar eru orðnir sjálfum sé nógir með íslensk jólatré. En hefðin lifir og gleður nú sem áður.
Umhverfi hafnarinnar í Reykjavík hefur breyst mikið síðan 1965, en höfnin er enn jafn mikilvægur tengiliður við umheiminn og atvinnulífið á höfuðborgarsvæðinu sem áður fyrr. Þess vegna er gleðilegt að nú skuli bakhjarlar Hamborgartrésins allir vera fyrirtæki með starfsemi í Gömlu höfninni og þannig vera með til að gera viðburðinn „Ljósin á Hamborgartrénu tendruð“ að jólahátið okkar allra.
Dagskrá á Miðbakka Gömlu hafnarinnar í Reykjavík 2. desember klukkan 17:00
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, stjórnarformaður Faxaflóahafna býður gesti velkomna
Dr. Sverrir Schopka segir frá sögu Hamborgartrésins
Sendiherra Þýskalands, Clarissa Duvegneau, tendrar ljósin á Hamborgartrénu
Jólasveinar sigla inn í gömlu höfnina á dráttarbátnum Magna og leggjast að Miðbakkanum, spjalla við börnin og leiða gesti svo að fiskisúpukötlunum frá Brim í nýju húsi Landsbankans í Reykjastræti 6