Línubáturinn Jóhanna Gísladóttir ÍS, sem Vísir hf. á og gerir út, heldur til túnfiskveiða í byrjun ágúst. Umsóknarfrestur um leyfi til að nýta túnfiskkvóta Íslendinga upp á 25 tonn, rann út um síðustu mánaðamót og var Vísir eini umsækjandinn.
„Við byrjum strax eftir verslunarmannahelgi. Eftir því sem mér skilst eru miðin nær landinu því fyrr sem við byrjum innan íslenskrar lögsögu á hefðbundinni veiðislóð. Við ætlum að sækja í reynslubanka þeirra sem hafa áður verið í þessu,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í samtali við Fiskifréttir.
Sjá nánar í Fiskifréttum sem komu út í dag.