Japönsk stjórnvöld hafa formlega óskað eftir því við norsk stjórnvöld að fá keypt notuð skip frá Noregi til að flýta fyrir uppbyggingu á þeim svæðum í Japan sem urðu hvað verst úti í hamförunum í kjölfar flóðanna í mars síðastliðnum. Þetta kemur fram í norska blaðinu Fiskeribladet/Fiskaren.
Nokkur þúsund japanskra fiskiskipa af öllum stærðum og gerðum eyðulögðust í flóðbylgjunni. Japanir hafa stofnað sjóð til að kosta uppbyggingu á svæðinu og eitt meginverkefna hans er að endurreisa sjávarútveginn.
Fiskeribladet/Fiskaren ræddi við nokkra norska skipamiðlara og fékk hjá þeim þær upplýsingar að í Noregi, Færeyjum, Íslandi og í Norður-Atlantshafinu yfirleitt gætu verið um það bil þúsund skip sem kæmu til álita í þessu samhengi, og jafnvel fleiri.
Fjallað er um málið í nýjustu Fiskifréttum í dag og rætt við Einar Má Aðalsteinsson, einn eiganda og skipamiðlari hjá Álasundi ehf., um möguleikana á því að selja notuð skip frá Íslandi til Japans.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.