Í nýafstöðnum rannsóknaleiðangri Árna Friðrikssonar fannst töluvert af ungum kolmunna í öllum kantinum allt frá Snæfellsnesi suður um og austur á Færeyjahrygg. Þetta var samfelld dreifing og meira magn en í fyrra. Dönsku og norsku rannsóknaskipin sem fóru yfir víðáttumikið svæði í hafinu milli Íslands og Noregs urðu einnig vör við meira af ungum kolmunna.
,,Við túlkun þetta sem vísbendingu um að loksins sé að koma þokkalegur árgangur inn í kolmunnastofninn í líkingu við stóru árgangana frá því um og eftir árið 2000. Hins vegar verður að hafa í huga að þetta er bara eins árs fiskur og því getur margt gerst þangað til hann kemur inn í veiðina. Eigi að síður eru þetta teikn um að eitthvað jákvætt sé að gerast,“ segir Guðmundur Óskarsson leiðangursstjóri í samtali við Fiskifréttir.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.