Hrun í íslenska humarstofninum, sem líklegast er talið að rekja megi til umhverfisþátta í hafinu, hefur leitt til þess að humarveiðar voru bannaðar með öllu á síðasta ári og yfirstandandi ári og fátt í raun sem bendir til að slíkur viðsnúningur hafi orðið að veiðar verði leyfðar að nýju á næstunni. Þó berast jákvæðar fréttir úr síðasta humarleiðangri Hafrannsóknastofnunar.

Teknar eru 80 til 100 stöðvar í hverjum leiðangri og fjöldi og þéttleiki humarhola metinn með myndavélatækni. Síðasti leiðangur leiddi í ljós fjölgun humarhola á öllum svæðum, að sögn Jónasar Páls Jónassonar, sviðsstjóra botnsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar.

Jónas P. Jónasson, sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar.
Jónas P. Jónasson, sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Saga humarveiða

Veiðitilraunir íslenskra skipa á humri við Vestmannaeyjar og Eyrarbakka fóru fram 1939. Humar hafði þó komið sem meðafli í öðrum veiðum. Það var því vitað að við landið væru humarmið. Það var ekki fyrr en upp úr 1950 að Belgar og Frakkar hófu beinar humarveiðar, einkum í Lónsdýpi og í Hornafjarðardýpi og sigldu svo með aflann heim. Fyrstu árin veiddu þeir á bilinu 200-300 tonn á ári en mest fór veiðin upp í um 600 tonn. Þessar veiðar stóðu yfir alveg fram yfir 1970 en Íslendingar færðu landhelgina út í 50 mílur 1972.

6.000 tonn á sjöunda áratugnum

Íslendingar hefja veiðar á humri fyrir alvöru í kringum 1959 og ná veiðarnar hámarki 1963 þegar veiddust um 6 þúsund tonn, þar af veiddu aðrar þjóðir um 500 tonn. Þá fór að draga verulega úr veiðunum og þær náðu sér ekki almennilega á strik aftur fyrr en í kringum 1970. Nokkur ár veiddust yfir 4 þúsund tonn, þ.e. 1970, 1971 og 1972. Eftir það var aflinn sveiflukenndur, eða allt frá 3 þúsund tonnum niður í um 1 þúsund tonn. Ráðgjöf var fyrst veitt árið 1973 og frá 1978 var stofnstærð metin með þá nýrri aldurs-afla aðferð.

„Á árunum 2005-2010 gengu humarveiðar nokkuð vel. Það komu inn sterkir frá árunum 1997-1999 þegar hafði hlýnað í hafinu við Ísland og ýmsar breytingar orðið í vistkerfinu. Ýmsar tegundir fóru að færa sig, eins og skötuselur og ýsa, fóru að veiðast vestur og jafnvel norður af landinu. Þetta nær ákveðnu hámarki árið 2010 og þessum árum er verið að landa um 2.500 tonnum af humri á ári,“ segir Jónas Páll.

Mikið fall í stofninum

2014-2015 verða aftur kaflaskil og afli á sóknareiningu fær hægt og sígandi niður á við. Árið 2016 byrjar Hafrannsóknastofnun að meta stofnstærð humarstofnsins út frá talningum á holum humranna (humrarnir dvelja langdvölum í holukerfum sem þeir grafa í leirinn). Þéttleiki þeirra er mjög lár í samanburði við aðra stofna og stofninn á þessum árum er metinn fara nokkuð hratt minnkandi. Hafrannsóknastofnun ráðleggur að veiði fari ekki yfir 235 tonn á árinu 2019 og veiðar verði bannaðar í Jökuldjúpi og Lónsdjúpi auk þess sem veiðar með botnvörpu verði bannaðar á afmörkuðum svæðum í Breiðamerkurdjúpi, Hornafjarðardjúpi og Lónsdjúpi. Þessa tala er svo færð niður í 214 tonn fyrir árið 2020 og 143 tonn fyrir árið 2021. Þarna mátti öllum vera ljóst að humarstofninn stóð verulega veikt og hafi einhver efast gaf Hafrannsóknastofnun í desember 2021 út ráðgjöf fyrir árið 2022 þar sem lagt er til að humarveiðar verði með öllu bannaðar árin 2022 og 2023. Stofnunin taldi humarstofninn vera fyrir neðan möguleg varúðarmörk.

Nýliðun í lágmarki

„Aðalskýringin á þessu er sú að það vantar smáan humar og þetta sjáum við fyrst árið 2011 og þetta ágerist svo á næstu árum þar á eftir. Þetta voru árgangar frá árunum 2005-2006 og yngri sem vantaði, en að sama skapi var mikið af stórum, fínum humri,“ segir Jónas Páll.

Hann telur meginorsökina vera samspil hlýnunar sjávar og breytingar á tímasetningu þörungablóma við landið. Á Selvogsbanka var botnhiti frá að jafnaði 6,5 til 7 gráður en nú er hann staðaldri nærri 8 gráður. Þetta hafi áhrif á klaktímann, hann styttist en kvendýrin geyma eggin lengi undir halafótunum. Lirfurnar eru því að klekjast fyrr út á vorin á meðan hámark þörungablómans hefur verið að jafnaði seinna en vant er. Það valdi fæðuskorti á fyrstu stigum humarlirfanna sem nærast á svifinu. Það sem styður þessa kenningu enn frekar er að í rannsóknartogum hefur orðið vart við ágætan fjölda kvendýra með þroskuð egg og fæðuskortur háir heldur ekki stórum humri.

Humar í holu og annar í grennd við holuna. Kvenhumar hrygnir 500-3.000 eggjum í holuna og humarlirfurnar klekjast út á 12-13 mánuðum. MYND/HAFRÓ
Humar í holu og annar í grennd við holuna. Kvenhumar hrygnir 500-3.000 eggjum í holuna og humarlirfurnar klekjast út á 12-13 mánuðum. MYND/HAFRÓ

Þessar breytingar á hitastigi og einnig næringu í hafinu hafi á sama tíma haft mjög neikvæð áhrif á nýliðun tegunda eins og sandsílis, öfugkjöftu, langlúru, skötusels, keilu og löngu, en ekki síst humri og yfir lengra tímabil en í öðrum tegundum.

Jákvæð teikn

„Það tekur humar fimm ár að komast í veiðanlega stærð. Þannig að lirfur sem voru mældar í leiðöngrum okkar árið 2018 eru dýr sem við ættum að verða varir við núna. Við höfum séð jákvæð teikn hjá ýmsum tegundum núna síðustu ár. Þær sáust ekki alls staðar en á sumum svæðum var umtalsvert magn af þeim. Einkum á þetta við um Háfadýpi en í minni mæli vestur af landinu. 2019 fundum við humarlirfur nokkuð víða á humarslóðum á ýmsum þroskastigum.“

Lífskilyrði færast norðar

Vegna umhverfisbreytinga hafa lífskilyrði humars færst norðar. Jónas segir það sjást best í Kolluálnum sem er næsta humarslóð norðan við Jökuldjúp í Faxaflóa þar sem rækjubátar hafa fengið humar sem meðafla. Þess má þó geta að þegar humarveiðar hófust upp úr 1960 var humar einnig veiddur í Kolluál. Nánast ekkert er svo veitt í Jökuldjúpi frá 1970 til 2000 en þá var hafið kaldara og útbreiðsla humars dregst saman. Sveiflur af þessu tagi tengjast hitastigi og við enn meiri hlýnun virðist sem kerfið geti farið úr sambandi.

Hrun í íslenska humarstofninum, sem líklegast er talið að rekja megi til umhverfisþátta í hafinu, hefur leitt til þess að humarveiðar voru bannaðar með öllu á síðasta ári og yfirstandandi ári og fátt í raun sem bendir til að slíkur viðsnúningur hafi orðið að veiðar verði leyfðar að nýju á næstunni. Þó berast jákvæðar fréttir úr síðasta humarleiðangri Hafrannsóknastofnunar.

Teknar eru 80 til 100 stöðvar í hverjum leiðangri og fjöldi og þéttleiki humarhola metinn með myndavélatækni. Síðasti leiðangur leiddi í ljós fjölgun humarhola á öllum svæðum, að sögn Jónasar Páls Jónassonar, sviðsstjóra botnsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar.

Jónas P. Jónasson, sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar.
Jónas P. Jónasson, sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Saga humarveiða

Veiðitilraunir íslenskra skipa á humri við Vestmannaeyjar og Eyrarbakka fóru fram 1939. Humar hafði þó komið sem meðafli í öðrum veiðum. Það var því vitað að við landið væru humarmið. Það var ekki fyrr en upp úr 1950 að Belgar og Frakkar hófu beinar humarveiðar, einkum í Lónsdýpi og í Hornafjarðardýpi og sigldu svo með aflann heim. Fyrstu árin veiddu þeir á bilinu 200-300 tonn á ári en mest fór veiðin upp í um 600 tonn. Þessar veiðar stóðu yfir alveg fram yfir 1970 en Íslendingar færðu landhelgina út í 50 mílur 1972.

6.000 tonn á sjöunda áratugnum

Íslendingar hefja veiðar á humri fyrir alvöru í kringum 1959 og ná veiðarnar hámarki 1963 þegar veiddust um 6 þúsund tonn, þar af veiddu aðrar þjóðir um 500 tonn. Þá fór að draga verulega úr veiðunum og þær náðu sér ekki almennilega á strik aftur fyrr en í kringum 1970. Nokkur ár veiddust yfir 4 þúsund tonn, þ.e. 1970, 1971 og 1972. Eftir það var aflinn sveiflukenndur, eða allt frá 3 þúsund tonnum niður í um 1 þúsund tonn. Ráðgjöf var fyrst veitt árið 1973 og frá 1978 var stofnstærð metin með þá nýrri aldurs-afla aðferð.

„Á árunum 2005-2010 gengu humarveiðar nokkuð vel. Það komu inn sterkir frá árunum 1997-1999 þegar hafði hlýnað í hafinu við Ísland og ýmsar breytingar orðið í vistkerfinu. Ýmsar tegundir fóru að færa sig, eins og skötuselur og ýsa, fóru að veiðast vestur og jafnvel norður af landinu. Þetta nær ákveðnu hámarki árið 2010 og þessum árum er verið að landa um 2.500 tonnum af humri á ári,“ segir Jónas Páll.

Mikið fall í stofninum

2014-2015 verða aftur kaflaskil og afli á sóknareiningu fær hægt og sígandi niður á við. Árið 2016 byrjar Hafrannsóknastofnun að meta stofnstærð humarstofnsins út frá talningum á holum humranna (humrarnir dvelja langdvölum í holukerfum sem þeir grafa í leirinn). Þéttleiki þeirra er mjög lár í samanburði við aðra stofna og stofninn á þessum árum er metinn fara nokkuð hratt minnkandi. Hafrannsóknastofnun ráðleggur að veiði fari ekki yfir 235 tonn á árinu 2019 og veiðar verði bannaðar í Jökuldjúpi og Lónsdjúpi auk þess sem veiðar með botnvörpu verði bannaðar á afmörkuðum svæðum í Breiðamerkurdjúpi, Hornafjarðardjúpi og Lónsdjúpi. Þessa tala er svo færð niður í 214 tonn fyrir árið 2020 og 143 tonn fyrir árið 2021. Þarna mátti öllum vera ljóst að humarstofninn stóð verulega veikt og hafi einhver efast gaf Hafrannsóknastofnun í desember 2021 út ráðgjöf fyrir árið 2022 þar sem lagt er til að humarveiðar verði með öllu bannaðar árin 2022 og 2023. Stofnunin taldi humarstofninn vera fyrir neðan möguleg varúðarmörk.

Nýliðun í lágmarki

„Aðalskýringin á þessu er sú að það vantar smáan humar og þetta sjáum við fyrst árið 2011 og þetta ágerist svo á næstu árum þar á eftir. Þetta voru árgangar frá árunum 2005-2006 og yngri sem vantaði, en að sama skapi var mikið af stórum, fínum humri,“ segir Jónas Páll.

Hann telur meginorsökina vera samspil hlýnunar sjávar og breytingar á tímasetningu þörungablóma við landið. Á Selvogsbanka var botnhiti frá að jafnaði 6,5 til 7 gráður en nú er hann staðaldri nærri 8 gráður. Þetta hafi áhrif á klaktímann, hann styttist en kvendýrin geyma eggin lengi undir halafótunum. Lirfurnar eru því að klekjast fyrr út á vorin á meðan hámark þörungablómans hefur verið að jafnaði seinna en vant er. Það valdi fæðuskorti á fyrstu stigum humarlirfanna sem nærast á svifinu. Það sem styður þessa kenningu enn frekar er að í rannsóknartogum hefur orðið vart við ágætan fjölda kvendýra með þroskuð egg og fæðuskortur háir heldur ekki stórum humri.

Humar í holu og annar í grennd við holuna. Kvenhumar hrygnir 500-3.000 eggjum í holuna og humarlirfurnar klekjast út á 12-13 mánuðum. MYND/HAFRÓ
Humar í holu og annar í grennd við holuna. Kvenhumar hrygnir 500-3.000 eggjum í holuna og humarlirfurnar klekjast út á 12-13 mánuðum. MYND/HAFRÓ

Þessar breytingar á hitastigi og einnig næringu í hafinu hafi á sama tíma haft mjög neikvæð áhrif á nýliðun tegunda eins og sandsílis, öfugkjöftu, langlúru, skötusels, keilu og löngu, en ekki síst humri og yfir lengra tímabil en í öðrum tegundum.

Jákvæð teikn

„Það tekur humar fimm ár að komast í veiðanlega stærð. Þannig að lirfur sem voru mældar í leiðöngrum okkar árið 2018 eru dýr sem við ættum að verða varir við núna. Við höfum séð jákvæð teikn hjá ýmsum tegundum núna síðustu ár. Þær sáust ekki alls staðar en á sumum svæðum var umtalsvert magn af þeim. Einkum á þetta við um Háfadýpi en í minni mæli vestur af landinu. 2019 fundum við humarlirfur nokkuð víða á humarslóðum á ýmsum þroskastigum.“

Lífskilyrði færast norðar

Vegna umhverfisbreytinga hafa lífskilyrði humars færst norðar. Jónas segir það sjást best í Kolluálnum sem er næsta humarslóð norðan við Jökuldjúp í Faxaflóa þar sem rækjubátar hafa fengið humar sem meðafla. Þess má þó geta að þegar humarveiðar hófust upp úr 1960 var humar einnig veiddur í Kolluál. Nánast ekkert er svo veitt í Jökuldjúpi frá 1970 til 2000 en þá var hafið kaldara og útbreiðsla humars dregst saman. Sveiflur af þessu tagi tengjast hitastigi og við enn meiri hlýnun virðist sem kerfið geti farið úr sambandi.