Íslensk tækni við að þurrka fisk er lykillinn að nýju þróunarverkefni sem hrint hefur verið af stað í Tansaníu í austurhluta Afríku. Í stað jarðhitans á Íslandi er sólarorkan virkjuð.

Sigurjón Arason yfirverkfræðingur hjá Matís og Margeir Gissurarson verkefnastjóri hjá sömu stofnun eru nýkomnir frá Tansaníu þar sem þeir smíðuðu tilraunaofn sem bæði er hægt að þurrka og reykja fisk í. Með því að nýta slíka ofna, sem heimamenn gætu hæglega smíðað sjálfir, væri unnt að auka verulega verðmæti þess afla sem dreginn er Tanganyikavatni og Viktoríuvatni.

,,Í Afríku vantar sárlega kælikerfi og því er eðlilegt að menn þurrki fiskinn þannig að hægt sé að geyma hann. Aðferðin er aðallega sú að leggja fiskinn beint á jörðina eða á grindur og láta sólina um að þurrka eða brenna hann,“ segja þeir Sigurjón og Margeir. Ókosturinn við þessa aðferð er sá að fuglar og skorkvikindi taka stóran toll af aflanum og menga auk þess vöruna. Fyrir klefaþurrkaðan fisk er hins vegar hægt að fá hærra verð.

Mercedes Benz SL 2012
Mercedes Benz SL 2012
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Sjá nánar frásögn í sjómannadagsblaði Fiskifrétta sem kom út í dag.