Íslendingaútgerðin Esköy í Norður-Noregi er brautryðjandi á sínum heimaslóðum með því að flytja út og selja fisk á fiskmarkaði í Grimsby í Englanda. Á síðasta ári fékk útgerðin 75% hærra verð fyrir ýsu á markaðnum þar en fengist hefði í Noregi.
Esköy er í eigu Bjarna Sigurðssonar og bræðranna Hrafns og Helga Sigvaldasona. Félagið gerir út bátana Sögu K og Ástu B og hefur um 65 tonna þorskaflaheimildir á hvorn bát en mestur hluti afla þeirra er þó sóttur í aðrar tegundir. Frjálsar veiðar eru heimilar í tegundir eins og keilu, steinbít og fleiri tegundir og voru áður frjálsar í ýsu. Hrafn segir stóra muninn á fiskveiðistjórnunarkerfunum í löndunum tveimur þann að í Noregi komist menn inn í kerfið vilji þeir starfa við útgerð og fiskveiðar.
Annar stór munur er sá að miklar takmarkanir eru á framsali á aflaheimildum og þá fer verðmyndun á fiski ekki fram á frjálsum markaði.
Sjá nánar í Fiskifréttum í dag.