Hraðfiskibátarnir Åsta B og Saga K, sem útbúnir eru með beitningarvélum, hafa vakið mikla athygli í norskum sjávarútvegi fyrir það hversu mikið þeir fiska. Á liðnu ári settu þeir Noregsmet í veiðum í strandveiðiflotanum en samanlagður afli þeirra var yfir 2.000 tonn, að því er fram kemur í norska sjávarútvegsblaðinu Fiskeribladet/Fiskaren. Útgerðin er í eigu Íslendinga og næstum allir skipverjarnir sömuleiðis íslenskir.

Bátarnir hafa lítinn þorskkvóta og var þorskafli þeirra aðeins 17% en ýsuaflinn 62% af heildinni.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í dag.