Ísleifur VE er nú á leið til heimahafnar í Vestmannaeyjum.

„Við erum úti fyrir Fáskrúðsfirði á heimleið með 950 tonn af fínustu síld sem veiddist í Héraðsflóa. Þetta lítur allt saman ljómandi vel út,“ segir Magnús Jónasson, skipstjóri á Ísleifi, í stuttu samtali ávef Vinnslustöðvarinnar.

„Síldarvertíðin er með öðrum orðum hafin. Huginn VE kom til Eyja í morgun með 800 tonn og Gullberg VE er á miðunum fyrir austan. Flotinn er við veiðar í Héraðsflóa og á Bakkaflóadýpi,“ segir á vsv.is.