Íslandsbleikja í Grindavík vinnur um 2.200 tonn af bleikju á ári. Fyrirtækið er dótturfyrirtæki Samherja sem er með umfangsmikið bleikju- og laxeldi víða á landinu. Fiskeldi skilar Samherja um tveimur og hálfum milljarði króna í veltu á ári.

Um 70 manns vinna við fiskeldi hjá Samherjafyrirtækjunum allt árið um kring. Veltan er þó ekki nema um 3% af heildarveltu Samherja.

Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Íslandsbleikju, segir sölu á bleikju ganga betur í Bandaríkjunum en annars staðar. Þar fari varan inn á fínni veitingastaði og alveg upp í allra dýrustu veitingastaði.

Sjá nánar í Fiskifréttum.