Íslendingum er úthlutað 3.994 tonna þorskkvóta í rússneskri lögsögu í Barentshafi á næsta ári samkvæmt Smugusamningnum svonefnda. Auk þess hafa íslenskar útgerðir rétt á að leigja til sín 2.396 tonna þorskkvóta af Rússum.
Þennan rétt hafa Íslendingar ekki nýtt sér á síðustu árum þar sem leiguverðið varð óhagstætt eftir gengishrun krónunnar.
Auk úthlutaðs þorskkvóta fá Íslendingar 1.278 tonn af ýsukvóta og 639 tonn af öðrum tegundum vegna meðafla. Þetta kom fram á fundi samstarfsnefndar Íslands og Rússlands um sjávarútvegsmál sem haldinn var í Reykjavík í vikunni.
Sjá nánar á vef sjávarútvegsráðuneytisins, HÉR