Meðalútflutningsverð saltfisks frá Íslandi til Spánar er ennþá mun hærra en saltfisks frá Noregi miðað við hvert kíló en munurinn hefur minnkað mikið á síðustu árum.

Í meistaraprófsritgerð Kristins Arnarsonar markaðsráðgjafa kemur fram að árið 2010 hafi kílóverðið fyrir íslenska saltfiskinn verið 879 ISK en 610 ISK fyrir þann norska. Munurinn var 44%.

Tveimur árum síðar, eða árið 2012, var meðalverð á kíló fyrir íslenska fiskinn 862 ISK samanborið við 673 ISK fyrir norska fiskinn. Sá íslenski gaf 28% hærra verð en sá norski. Þessi munur hefur fyrst og fremst verið rakinn til meiri gæða íslenska saltfisksins.

Sjá nánar umfjöllun í Fiskifréttum.