Íslendingar eru eina þjóðin í heiminum svo vitað sé sem leggja veiðigjöld á allar fisktegundir, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum. Gjaldið nam 9,2 milljörðum króna á síðasta fiskveiðiári.

Veiðigjöld eru líka lögð á í næstu nágrannalöndum okkar. Í Grænlandi eru veiðigjöld á rækju, grálúðu og makríl og nema þau sem svarar um 5 milljörðum íslenskra króna. Í Færeyjum leggjast veiðigjöld aðeins á síld og makríl og nema þau um 3 milljörðum ISK.

Á fundi embættismanna frá þessum löndum, sem haldinn var í Reykjavík í síðustu viku, kom margvíslegt forvitnilegt fram um veiðigjöld.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.