Öllum starfmönnum Ísfisks á Akranesi, sem eru um 50 að tölu, hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram á vef Verkalýðsfélags Akraness.

Formaður félagsins, Vilhjálmur Birgisson, sat í dag starfsmannafund hjá fyrirtækinu þar sem uppsögnin var tilkynnt.

„Fram kom í máli forsvarsmanna fyrirtækisins, að allar uppsagnir séu gerðar með fyrirvara um að fyrirtækinu takist að endurfjármagna sig, en til þessa hefur það ekki tekist, en sú vinna er enn í gangi,“ segir á vef Verkalýðsfélagsins.

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, bendir á í færstu á Facebook að bæjarstjórn Akranes „hefur beitt sér af krafti síðustu vikur til að tryggja lángtíma fjármögnun Ísfisks hjá Byggðastofnun. Við vonum að innan tíðar verði komin niðurstaða sem tryggi störf á sjötta tug starfsmanna sem og fjárhagslegan grundvöll fyrirtækisins,“ skrifar Sævar Freyr.

Ísfiskur keypti hluta fiskvinnsluhúsa HB Granda haustið 2017 og flutti starfsemi sína frá Kársnesi í Kópavogi á síðasta ári. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í vinnslu á ýsu og sölu á mörkuðum erlendis, en hárefni til vinnslunnar er að stærstum hluta keypt á markaði.