Hlut­hafar Ís­fé­lags Vest­manna­eyja hf. og Ramma hf. í Fjalla­byggð sam­þykktu sam­runa fé­laganna á hlut­hafa­fundi í gær­kvöldi.

Sam­einingin var sam­þykkt með öllum greiddum at­kvæðum og mun sam­einað fé­lag starfa undir nafninu Ís­fé­lag hf.

Í stjórn hins sam­einaða fé­lags voru kjörin Ein­ar Sig­urðs­son, Gunn­ar Sig­valda­­son, Gunn­laug­ur S. Gunn­laugs­­son, Guð­björg Matt­h­ías­dótt­ir og Stein­unn Marteins­dótt­ir.

Stjórnar­for­maður fé­lagsins verður Gunn­laugur S. Gunn­laugs­son.

Stefán Frið­riks­­son, nú­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Ís­fé­lags Vest­manna­eyja hf., mun stýra hinu sam­einaða fé­lagi. Hann verður með að­set­ur í Vest­manna­eyj­um.

Ólaf­ur H. Marteins­­son, nú­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Ramma hf., verður að­stoðar­fram­­kvæmda­­stjóri með að­set­ur í Fjalla­byggð.

Rammi hefur gert út frystitogarann Sólberg ÓF sem var smíðaður í Tyrklandi 2017, ísfisktogarann Múlaberg sem var smíðaður í Japan 1973 og togbátana Jón á Hofi ÁR og Fróða II ÁR sem gerðir eru út frá Þorlákshöfn.
Rammi hefur gert út frystitogarann Sólberg ÓF sem var smíðaður í Tyrklandi 2017, ísfisktogarann Múlaberg sem var smíðaður í Japan 1973 og togbátana Jón á Hofi ÁR og Fróða II ÁR sem gerðir eru út frá Þorlákshöfn.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Ísfélagið hefur gert út fjögur uppsjávarskip, þ.e. Sigurð, Álsey, Heimaey og Suðurey VE, bolfiskskipin Ottó N. Þorláksson og Dala-Rafn VE og krókabátinn Litlanes ÞH.
Ísfélagið hefur gert út fjögur uppsjávarskip, þ.e. Sigurð, Álsey, Heimaey og Suðurey VE, bolfiskskipin Ottó N. Þorláksson og Dala-Rafn VE og krókabátinn Litlanes ÞH.
© Aðsend mynd (AÐSEND)